
Veðrið hefur batnað mikið síðan við komum. Við vorum köld inn að beini fyrstu dagana en við erum aðeins farin að þiðna. Það var þó kalt í kennslustofunni í morgun og jafnvel kaldara en úti. Þið getið fylgst með veðrinu hér á slóðinni: http://uk.weather.com/weather/local/CHXX0116?x=16&y=4
Í gær fórum við á lögreglustöðina að láta skrá okkur. Við áttum að gera það um leið og við komum og fengum þvílíkar skammir að launum. Við vorum ríflega þrjá tíma á ískaldri lögreglustöðinni og þurftum að borga 100 Rmb á mann í sekt.
Kínverjar þola greinilega meiri kulda en við Íslendingar. Til dæmis á lögreglustöðinni var ískalt en þó galopið út.
Strákarnir eru algjörir kanar. Þeir vilja helst bara Kentucky, Pizza Hut eða Mcdonalds. Við höfum samt bragðað kínverskan mat, misgóðan. Ég á einna erfiðast með kaffiskortinn. Maður fær te á hverju götuhorni en ekki kaffi. Kaffið er auk þess nokkuð dýrt hérna, allavega miðað við annað.
Marteinn segir að hér í Shanghai sé eintómt Arnlaugsfólk! Fólk sem kallar hvert á annað afar hátt. Ég skil ekkert hvað hann er að fara...........
Birgir keypti sér nýjan hátæknisíma og hefur tekið einhverjar myndir á hann. Þær má sjá hér: http://public.fotki.com/birgirb/
Jæja nú er ég búin að gefa ykkur örlítinn smjörþef af þessu eða varla það og vonandi kemur meira síðar.
Kveðja frá Shanghai.
4 ummæli:
Hvað ætli 100Rmb sé mikið í íslenskum krónum? Jónína gastu ekki beitt þinni frægu röksnilli til að lempa löggutetrin? Þú verður nú að fara að ala þessa samferðamenn þína betur upp, amerískt skyndifæði í Kína, fussum svei! Vita þeir hverslags ket er í borgurunum hjá þeim? (mjá, voff) Nei, nú eru það bara núðlur og vorlaukar sem blífa. Hvernig var það var ekki föðurlandið með í för eða komst það ekki í gegnum vigtun? , mér sýnist ekki veita af þarna í borg kuldans. Góðar stundir, bíð spennt eftir meiru, Heiðrún
svo þú líður bara skort þarna í Kína, held að það sé nú bara betra að vera hér heima, alltaf nóg á könnunni hér :o) - en, svakalega gaman að heyra frá þér og skoða myndirnar hans Bigga, dúdde mæj mér bara brá þegar ég sá þig með öllu þessu fræga fólki en áttaði mig svo á því að þetta voru vaxmyndir þegar ég sá að HULK hafði þig í hendi sér.....
En þetta með kuldann þá er hann búinn að vera MJÖG kaldur hér á Bifröst undafarna daga þannig að vælið í þér hefur engin áhrif á mig.
Þú veist vonandi að það er hægt að stilla kommentin í blogspot þannig að þú færð þau beint í pósti þannig að Drengur þurfi ekki að póstleggja hvert einasta komment
kveðja úr kuldanum, Anna
Ég tek nú undir með Heiðrúnu frænku og ég furða mig á því að eldheit sannfæring þín og rómuð rökfesta ásamt allgóðri þekkingu á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum hafi beðið lægri hlut fyrir kínverskum löggudruslum sem í þokkabót eru varla nema 1,50. Frábærar myndir, hvernig var íslenska pastað? Bráðnaði ekki Beckham þegar þú tókst á honum? Þú hefur greinilega ekki hætt að reykja í reisunni, hm.. Steinunn I, alltaf sami fasistinn
Nú eru þær komnar og farnar frænkurnar og kláruðu ekki einu sinni fiskinn. Voru ekki nema fjórar en áttu von á liðsauka að norðan. Sleppti skemmtiatriðum og leynigesti af óviðráðanlegum ástæðum. Steinunn auðvitað laaang seinust, leggur af stað á morgun.
Láttu strákana eiga sig með ameríska ruslfæðið. Hugsaðu um að skemmta þér sjálf, og það er allt í lagi að borga vel fyrir GOTT kaffi.
Kveðjur frá Helgu
Skrifa ummæli