Það er sko nóg um að vera hér í Shanghai.
Á fimmtudagskvöldið héldum við innflutningspartý hér í Hrokakoti og þar var mikið stuð.
Allir mættu nema Villi og Hjalti þar sem þeir voru veikir. Þeim tókst að ná sér í flensu og lágu í nokkra daga. Birgir Stefánsson mætti með flugelda og þeim var skotið upp af svölunum. Klukkan var orðin heldur margt þannig að verðirnir komu og skömmuðu okkur.
Höddi hljóp heim til að ná í pening og þegar hann kom til baka hleypti vörðurinn honum ekki inn á svæðið heldur hellti yfir hann óbótaskömmum á kínversku, alveg brjálaður.
Ég var mest hrædd um að við yrðum borin út en það slapp. Reyndar eru kínverjar alltaf látlaust að sprengja flugelda og kínverja en við höfum trúlega verið heldur seint á ferðinni á fimmtudagskvöldi. Seint og um síðir tókst mér svo með miklu harðfylgi að reka alla út á djammið og menn djömmuðu mislengi fram eftir nóttu.
Á föstudag þurfti svo að mæta klukkan tíu við skólahliðið til að fara með Bjarti Loga, alþjóðafulltrúa, í heimsókn til foreldra hans. Bjartur er sem sagt kínverji og hefur verið á Íslandi í ein 10-12 ár. Foreldrar hans kenndu fimleika hjá KR og fleiri liðum. En, sem sagt, það var misjafnt ástandið á fólki eftir djammið nóttina áður en mæting var samt óvenju góð. Þau tóku vel á móti okkur með allskyns veitingum og afslöppuðu andrúmslofti. Þetta var sem sagt afar notalegt og skemmtilegt. Gaman að kynnast kínversku heimili þó að þetta sé alls ekki dæmigert þar sem þau hjónin hafa búið víða um heim og heimilið ber þess vitni á margan hátt.
Um kvöldið var svo farið á Radisson hótelið sem hefur bar í einhverskonar glerkúlu á 47. hæð. Þetta var síðasta kvöldmáltíð Bjarts og Ingibjargar Ing. lögfræðikennara sem stoppuðu hér í viku. Barinn minnti óneitanlega á Perluna en bara svo miklu hærra uppi. Við stöldruðum þó aðeins stutta stund eða þann tíma sem það tók okkur að sporðrenna einum Irish Coffee.
Þá lá leiðin í kvöldmat á arabískan veitingastað. Það var afar athyglisvert. Á næsta borði sat einhver olíufursti eða þess háttar, allavega maður í hvítum serki og með skæruliðasjal. Á um það bil hálftíma fresti steig á stokk magadansmær og lék listir sínar af mikilli snilld.
Maturinn var afar góður eða svona grillspjót með kjöti sem líktust grillmatnum heima ótrúlega mikið. Sem sagt, afar góður dagur í alla staði.
Laugardagurinn fór svo bara í gönguferð um nágrennið ásamt því að Biggi litli keypti sér fjarstýrða þyrlu á raftækjamarkaðnum. Hann hefur síðan haft af henni mikið gaman eða þar til hann brotlenti henni uppi á þaki og braut einn spaðann. Þá fór hann að skæla þar til hann gat pantað sér nýja þyrlu á internetinu. Síðan hefur hann brosað hringinn. Nei ég er nú bara að skrökva þessu með grátinn....
Ég skrópaði í innflutningspartýinu sem Jón og Mundi héldu í gærkveldi. Maður var ansi latur eftir viðburðarríkar tvær vikur en ég var samt tilbúin að kíkja í partýið um níuleytið. Þá var ekki nokkur leið að mjaka drengjunum af stað, ekki síst vegna Liverpool leiks sem sýna átti í sjónvarpinu. Ég var ekki nógu spennt til að nenna ein af stað og lagði mig meðan ég beið en sofnaði þá náttúrulega. Ég var svo ekki tilbúin að fara þegar þeim hentaði rétt fyrir miðnættið.
Í dag fórum við á kínverskt veitingahús í nágrenninu og borðuðum þar þrjú fyrir 650 krónur eða svo. Þetta var mikill og góður matur, svo mikill að við þurftum að leifa helmingnum. Biggi á erfitt með að prófa nýja hluti í matargerðinni þannig að hann hljóp á staðinn við hliðina og fékk sér BDK sem er nákvæmlega eins og Kentucky.
Eftir þetta fórum við í nudd og það var dásamlegt. Fyrir klukkutíma heilnudd greiddi maður sem svarar 450 íslenskum krónum. Það er ljóst að þetta á maður eftir að gera aftur.
Jæja þetta er víst gott í bili.
Meira síðar.
sunnudagur, mars 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sussussussuss! Þetta er nú meira veldið á ykkur þarna úti. Ég var að spá í að skella mér í nudd í Abeco en það kostaði eitthvað í námunda við 5 stafa tölu svo ég steinhætti við.
Hafðu það annars gott og ekki slasa þig á þessu flugeldrabrölti;)
Ég lifi mig inní upplifun þína þarna í Kínverjalandi og samgleðst þér Jónína mín. Bið að heilsa hinum krökkunum. Þegar II segir frá þá eruð þið bara krakkar ... og hún segir að krakkarnir séu í góðum málum þarna úti.
kiss kiss
mmmm, það er þegar maður les svona blogg að maður virkilega sér eftir að hafa ekki skroppið með ykkur til Kína, Tóti hefði getað fengið vinnu bara og Hemmi á kínverskan leikskóla...
en, hér heima er allt gott að frétta. Við fórum "aftur" í KB banka á síðastliðinn föstudag, en þá bauð félag viðskiptalögfræðinga okkur sem erum að fara að útskrifast og KB aðalstyrktaraðilinn hélt kynningu fyrir okkur á starfsemi bankans og þess háttar. Við vorum alveg fjórar sem mættum af útskriftanemum, ég, Úa, Halla og Solla. Svo var týndi neminn okkar þarna líka, hún Eyrún Guðjóns. Síðan var fullt af útskrifuðum krökkum.
Gettu hver kynnti lögfræðipartinn af KB, enginn annar en Eggert sem kynnti hann líka þegar við vorum þarna síðast. Sem betur fer, fór Eggert mjög fljótlega, þ.e. áður en ég gat farið að tjá mig mikið við hann (eins og síðast þegar ég var síðust út) en hinn gæinn var þarna í frekar mikið teinóttum jakkafötum og ég gat nú ekki látið það eiga sig að segja við hann nokkur vel valin orð... Komst reyndar að því að frænka mín frá Drangsnesi er skjalavörður í KB banka og hún var þarna og leiddi viðræður mínar við þennan teinótta skratta hehehe...
Eftir KB brunuðum við á Bifröst þar sem ég, Halla og Úa settumst niður með hvítvíninu sem ég fékk í ammiligjöf frá ykkur (takk takk) og plönuðum útskrift.is sem er sem sagt aukaútskrift sem haldin verður í sumar. Það verður ákveðið þema, þ.e. Jónasarþema. Ætlunin er að veita Jónasa (ekkert ósvipað Óskarsverðlaunum) en við gátum ekki gert það upp við okkur hvort við myndum veita Hriflu-Jónasa eða húsvarða-Jónasa, ég meina hvað slær úr gulltönnina??? Enn hefur einungis ein tillaga borist og er það í flokknum Pennaþjófur ársins og þú mátt alveg geta hver það var :)
Ef þú ert með tillögur að verðugum Jónasarhöfum sem og flokkum til að veita verðlaun í, endilega láttu okkur í undirbúningsnefndinni vita...
Ég ætla að leggja það til á næsta nefndarfundi að þú dansir magadans á 30 mín. fresti allt kvöldið, líst þér ekki vel á það?
Kær kveðja frá Bing Dao, Anna
Skrifa ummæli