Var ég búin að segja ykkur frá því að þvottavélin hjá okkur þvær einungis upp úr köldu vatni?
Var ég búin að segja ykkur frá því að það er gler í baðherbergishurðinni og ekki hægt að læsa að sér?
Var ég búin að segja ykkur frá því að gangandi vegfarendur eru í síðasta sæti í goggunarröð umferðarinnar?
Var ég búin að segja ykkur frá því að hreingerningarkonan okkar fær 86 íslenskar krónur á tímann og þykir mikið?
Var ég búin að segja ykkur frá því að við búum á 11. og 12. hæð?
Jón Halldór hefur tekið myndir sem sjá má á þessari slóð: http://spaces.msn.com/jonhalldor/
Alveg örugglega svo miklu meira sem ég á eftir að segja ykkur frá.... en núna þarf ég að kíkja á kínverskuna sem við lærðum í morgun og freista þess að líma eitthvað af henni í gamla heilann minn......
mánudagur, mars 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
...og hvert er tímakaup húshjálpar á Íslandi og hvað er hægt að fá fyrir það?
Skrifa ummæli