miðvikudagur, apríl 19, 2006

Páskadagur


Alveg fóru nú páskarnir fram hjá manni þetta árið. Engin ummerki páskanna sjáanleg nokkurs staðar í Shanghai.
Fór í gönguferð með Sævari á páskadag í verslunargötuna og þar var allt galopið.
Kíktum í flottu verslanamiðstöðina þar sem allir frægu hönnuðirnir eru, svo sem Gucci, Armani ofl.
Sá sandala, bara ansi netta og fallega og þeir kostuðu um það bil 60.000 íslenskar krónur. Þetta var eitthvað merki sem mig minnir að ég hafi heyrt í Beðmálum í borginni en ég er voða vitlaus í svona merkjum og þá sérstaklega skómerkjum. Annars var fátt verðmerkt í þessum búðum, sennilega spyrja þeir ekki um verðið sem á annað borð hafa efni á að versla þarna. Sævar mátaði ansi fallegt úr sem kostaði litla eina og hálfa milljón íslenskar! Afgreiðslukonan sagði: "It can swim". Já það hlaut að vera... úr sem getur synt hlýtur náttúrulega að kosta skyldinginn.
Það er orðið fátt um fína drætti í fataskápnum hjá mér og þá sérstaklega föt sem henta veðráttunni hér þannig að ég leit í kringum mig eftir fötum, eins og ég hef reyndar oft gert áður, og fékk staðfesta þá greiningu að ég er tröllskessa. Það eru bara hreinlega ekki til föt á mig hérna í Shanghai. Kínverjar eru, undantekningalítið, smávaxið fólk og það sést í fatabúðunum. Ég veit að ég mætti vera grennri en.... þó ég væri horuð er ég ekki viss um að ég fengi föt á mig. Það er allt til hér Shanghai..... nema föt á mig! Auðvitað hljóta einhversstaðar í þessari 17 milljóna borg að vera til nógu stór föt en ég er hrædd um að það sé þá bara í dýra mollinu.
En... ég gat keypt mér tösku. Flott leðurtaska á spottprís og það reddaði deginum.

Hann Halldór Þormar er skemmtilegur penni og því langar mig að deila með ykkur blogginu hans. Ekki er hann síðri ljósmyndari en hann hefur sett nokkrar myndir inn á síðuna sína: http://www.blog.central.is/kinablogg
Margar skemmtilegar myndir af mannlífi Shanghaiborgar.

Meira síðar,
Zaijian

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið góða, Nú og gleðilega páska og gleðilegt sumar á morgun. Ég bíð bara aðeins með hamingjuóskir með 1. maí. Vertu dugleg að skrifa og skemmta þér, bið að heilsa drengjunum þínum. Bestu kveðjur, Ósk

Nafnlaus sagði...

Fyndinn þessi enskumiskilningur með synda úrið :)
Ég hef nú frétt að það kosti samasem ekkert að láta sérsauma á sig föt í Asíu. Þú ættir kannski að kanna það ef þú finnur bara dvergabúðir þarna.
Annars bið ég bara kærlega að heilsa þér og þínum.

Nafnlaus sagði...

Þetta er skrítið með fötin ég fór um daginn í búð hér á landi og þar voru kínversk hjón að selja og vá!! þau voru risavaxin. Það hafa sést Kínverjar í körfu og það stórir ... heyrðu ... kannski færðu föt á þig í körfuboltadeildinni í næstu íþróttavöruverslun .. það er alltaf töff að vera sportí ..annars gætir þú farið og látið sauma á þig silkisumarkjóla í Kína úúúúú .. það væri flottast
kossar og knús

Nafnlaus sagði...

Hæhæ frænka gaman að lesa og skoða þetta hjá þér :) já trúi því að það sé ekki til föt á myndarlegt fólk þarna engin yfir 150 sendi kveðjur frá akranesi Brynja frænka...

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar !

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar! Frábærar myndir hjá drengnum, svei mér ef hann hefur ekki auga fyrir þessu.