sunnudagur, apríl 09, 2006

Rolling stones

Fór á tónleika í gærkveldi með gömlu brýnunum. Það var frábært!
Þeir hafa engu gleymt og alveg ótrúlegt hvað Jaggerinn getur hlaupið um á sviðinu og sungið, kominn á sjötugsaldur. Geri aðrir betur.
Það munaði engu að ég yrði frá að hverfa þar sem klúður hafði orðið í miðapöntun og ég lenti náttúrulega í því! En þetta reddaðist og ég fékk miða (sem ég var reyndar búin að borga fyrir mánuði síðan!)
Ég hélt, satt að segja, að ég ætti nú ekki eftir að sjá Rollingana á tónleikum en svo bara koma þeir í fangið á manni hér í Shanghai af öllum stöðum. Bara snilld!

Kærar kveðjur heim!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stones í Kína! Mér sýnist nú hreinlega að allir draumar þínir séu að rætast. Já þetta er bara snilld!

Nafnlaus sagði...

Enda skilst mér að þeir séu með hjartastuðtæki til að nota ef allt verður stopp!!
kv. Stína

Nafnlaus sagði...

...bað Mikki ekki að heilsa mér???

Nafnlaus sagði...

Það er ekki að spyrja að heppninni þinni sem elt hefur þig á röndum frá upphafi vega....... Tek undir með Steinu frænku; SNILLD!