Það var ekki nokkur leið að koma Sævari í skólann í morgun. þetta er afar óvenjulegt, Sævar mætir alltaf í skólann. Ég velti því nú ekki svo mikið fyrir mér en hugsaði þó að honum hafi verið nær að leggja sig þarna um miðjan dag í gær. Hann hefur náttúrulega verið andvaka af þeim sökum í nótt. Nema hvað. Morgunninn leið í skemmtilegum kínverskutíma og þegar við Marteinn vorum að ganga af stað heim voru skilaboð í símanum hans; hringdu í mig, STRAX! Nú var ég farin að halda að það væri eitthvað að hjá Sævari. Matti hringdi og Sævar skipaði honum að taka mig með sér heim (hafi ég haft aðrar ráðagerðir) Við veltum þessu aðeins fyrir okkur, þetta var ekki líkt Sævari og nú var ég orðin alveg sannfærð um að það væri eitthvað mikið að. Sævar vildi samt að við kæmum með mat handa sér, þannig að það lá greinilega ekki lífið á. Við komum heim og viti menn. Kallinn var kominn!
Það var búið að standa til að hann kæmi og í gær minntist ég á það við Sævar og hann sagði mér að Kallinn væri hættur við að koma. Mér fannst Sævar reyndar eitthvað skrýtinn þegar hann sagði þetta enda er hann afleitur lygari. En ég trúði því samt alveg.
Ég verð að segja að mér létti stórum. Var farin að sjá fyrir mér allar þær hörmungar sem fyrir einn mann getur komið.
Kallinn hefur sem sagt fengið Sævar í lið með sér við þetta ráðabrugg þar sem það er ekki að ástæðulausu að við köllum Sævar stundum Silent Bob.
En ég er glöð að sjá Kallinn og þetta verða án efa skemmtilegir dagar fram á sunnudag.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Kallinn Sigurður nokkur Björnsson sem var með okkur í frumgreinadeildinni og bjó með okkur á 1. árinu en fór svo til Pétursborgar í Rússlandi að vinna.
Zaijian
þriðjudagur, maí 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
En gaman hjá ykkur, ég bið að heilsa honum Sigga, þessari elsku. Hann er einn af mínum uppáhalds.
Hafið góðar stundir saman elskurnar
Kær kveðja
Þorbjörg
Kellingin loksins búin að fá heimsókn.
Til hamingju með það :)
Kveðja, Boggulíus
bara frábært að heyra :) ... bið hjartanlega vel að heilsa honum .... og auðvita ykkur hinum líka ;)
Hafðu það sem allra best og reyndu að njóta síðustu viknanna !!!!
svo er það bara útskrift.is í sumar ;)
Frábært að þú fékkst heimsókn frænka bara gaman af því hafðu það gott í kínaveldinu kv frá Akranesi:))
sjúkk, las fyrst að kallið væri komið, hélt þú hefðir kannski frelsast. Sem hefði reyndar ekki verið neitt slæmt sko, kemur fyrir besta fólk skilst mér. En já, Silent Bob hefur heldur betur gabbað þig upp úr brókinni... Þegar ég skrifa þetta er Siggi sæti líklegast á leiðinni á flugvöllinn (eða eitthvað) en ég bið að heilsa honum ef hann er ekki farinn, átta mig aldrei almennilega á þessum tímamismuni. Heyrumst vonandi sem fyrst, mússí mússí...
Skrifa ummæli