mánudagur, júní 05, 2006

Fullkomin færsla

Hér var ég búin að setja inn hina fullkomnu færslu þegar einhver klaufaskapur varð þess valdandi að hún hvarf. Þetta var innihaldsrík færsla. Þetta var skemmtileg færsla. Þetta var afskaplega góð færsla. En hún er farin.
Ég talaði um að Sævar og Marteinn hefðu flogið af stað heim í morgun og að Birgir kæmi frá Tælandi þann 8. júní
Ég sagði frá skemmtilegum atvikum sem ég varð vitni að í gær.
Ég talaði um að æjan okkar hefði komið klukkan níu í morgun þó hún hefði alls ekki átt að koma og ég ætlaði að hafa það svo huggulegt ein í kotinu.
En ég get bara ekki verið skemmtilegur penni tvisvar sama daginn.
Annars allt í þessu fína í Kína.
Zaijian

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannast við þetta, ég var búin að skrifa langa og útspekuleraða færslu um brúðkaupið mitt - með alls kyns djóki og skemmtilegheitum, en hún hvarf í svarthol veraldarvefsins. Þvílíkur bömmer, og ég nenni ekki get ekki og vil ekki skrifa þetta aftur... Hlakka til að sjá þig, hvenær sem það verður, þín vinkona AGI