
Það er skemmst frá því að segja að ég vaknaði ekki upp við bónorð og blómvönd á konudaginn.
Skil það núna af hverju systur mínar tvær komu karlmannslausar í bæinn eftir vetrardvöl á Húsmæðraskólanum að Löngumýri.
Skagfirskir karlmenn eru bleyður!
Þetta er langstærsta þorrablót sem ég hef farið á og fyrsta þorrablótið þar sem ég þurfti ekki að beita neitunarvaldinu á menn sem vildu bjóða mér upp í dans.
ÞAÐ BAUÐ MÉR ENGINN UPP Í DANS!
Trúið þið því?
Annars var þetta mjög skemmtilegt blót, Geirmundur hafði engu gleymt og Sóley sá til þess að ég dansaði ekki ein.
12 ummæli:
Ég meina... skál og syngja hvað?
Skandall, skandall og aftur skandall...látum þá rotna í sinni eigin fýlu....við fáum að njóta þín í staðin :-)
Já skagfirskir karlmenn eru aumingjar sussum svei! Ég mun skrifa pistil í héraðsfréttablaðið um þessa slælegu frammistöðu ó já!
fórstu ekki í kokkinn??
Anonymous: Gerðu grein fyrir þér!
Anna: Ég ætlaði einmitt að notfæra mér kokkinn til að nappa einn góðan en þetta er einnig fyrsta þorrablótið sem ég sæki þar sem hann er ekki tekinn. Það er náttúrulega brot á meginreglunni um þorrablót að spila ekki kokkinn! Ekki satt?
Kíkti hingað inn því engar fréttir er að hafa hjá Sóleyju. Já þeir ættu að skammast sín að bjóða þér ekki upp og ég skil ekkert í Geira að klikka á kokkinum hann sem spilar hann venjulega ótt og títt. Þú kíkir nú samt aftur í skagafjörðinn svo maður fái nú að kynnast þér pínu meira.
Kveðja Gunna Stína
upplýsi hér með fáfræði mína (eða ungan aldur, þú ræður) ... kokkinn ?!?!
Hef hingað til talið mig vita að kokkur sé maður (eða kona) sem eldar matinn ... en ég er ekki svo viss lengur
já hver er þessi kokkur???
Ég fékk útskýringu á kokkinum hjá Önnu, þetta er dans fyrir [...] fólkið. Það stillir sér upp í tvo hringi konurnar í innri hringnum og mennirnir í þeim ytri, svo er sungið e-ð sérstakt lag. Mennirnir ganga annan hringinn en konurnar hinn, svo stoppar lagið og þá ertu komin með dansfélaga, þ.e sá sem stendur á móti þér.
Þegar ég var lítil kölluðum við þetta stóladans, nema hvað konurnar voru stólar og mennirnir voru bæði stelpur og strákar, lagið skipti ekki máli og dansinn gekk út á það að skilja einn útundan ... mjög svo skemmtilegt
Já, það er rétt hjá þér Mattý. Kokkurinn er fyrir skemmtilega fólkið.
Samlíkingin við stólaleikinn.... hmmm.. veit ekki. Ég legg það til að við leigjum okkur nokkra karlmenn (svo Ömmi verði ekki einn) og tökum kokkinn í næsta gleðskap.
Ég er svo aldeilis hreint steinhissa! Þú hefðir átt að skella þér á Langanesið, þar eru eineistingarnir í kippum og láta ekki fagra konu fram hjá sér fara. Alger skandall með kokkinn, annars fer ég alltaf á klósettið meðan helv... er spilaður. Ég er í næstu þorrablótsnefnd og skora hér með á þig að mæta á næsta ári!
1. Ég er svo standandi bit á þessum dónum í Skagafirði að ég er staðráðin í fara aldrei framar á ball þar.
2. Ég á ekki orð yfir hve samkvæmisleikjamenningu hefur hrakað. Ég hefði aldrei, endurtek aldrei, trúað því að til væru ágætir íslendingar, sem þekkja ekki kokkinn.
3. Stólaleikur er reyndar samkvæmisleikur en þar með er allt upptalið sem hann og kokkurinn eiga sameiginlegt!
4. Þýðir nokkuð að minnast á Marsinn? Er hann alveg útdauður?
5. Er niðurbrotin yfir þessum ósköpum... vonbrigði með skagfirðinga + þjóðmenningin í hættu! Getum við ekki gengið stax í EB eða USA?
Skrifa ummæli