Ég hef komist að því að eftir að ég ákvað að bloggið mitt ætti að verða dagbók þá get ég ekkert skrifað. Það sem ég skrifa innan ramma dagbókar það er bara leiðinlegt. Þannig að ég er hætt að hafa þennan ramma og ætla bara að skrifa það sem mér dettur í hug þegar mér dettur það í hug. Þetta verður sem sagt bara einhvern veginn.
Var að koma heim eftir vel heppnaðan kvöldverð Emmellinga 2006. Borðuðum læri og alveg gríðarlega góða súkkulaðiköku. Allt alveg svakalega gott.
Í fyrramálið er svo Sissi Lín snillingur í réttarsögu.
fimmtudagur, mars 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Takk fyrir gott kvöld mín kæra, þetta var ekkert smá gott :) hlakka til næsta ML-hittings.
ójá! takk fyrir kvöldið! - segi eins og Mæja pæja - hlakka mjög til næsta hittings :) og svo allra hinna hittinganna næstu árin ;)
Sigurður Líndal er þarfaþing á þessum síðustu og verstu. Jájájá.
Líf þitt er semsagt álíka viðburðaríkt og mitt. Lifi Sissi Lín húrra húrra húrra!
Ps. Tek að mér sálgæslu.
Takk kærlega fyrir kvöldið. Mikið hlakka ég til þegar við gerum þetta aftur, mæli samt með því að það verði betri tímasetning ... bara svona til að gera lífið viðburðaríkara.
En þú varst nú aldeilis að ná góðum tengslum við goðið í dag :-)
ohh mig langar í súkkulaðiköku...
Skrifa ummæli