
Ég er komin til Akureyrar.
Stefán frændi minn Drengsson kom á Bifröst og við fórum þaðan saman hingað til Akureyrar til elsku litla Drengsins hennar mömmu sinnar.
Skipulagið var á þann hátt að ég ætlaði að skella mér til Reykjavíkur á föstudaginn var, hitta þar mann og annan og fara svo á ráðstefnu í Norræna húsinu á mánudagseftirmiðdag. En svo var ég orðin lasin á föstudag. Náði mér í einhverja kvefpest og hélt mig bara á Bifröst með snýtuklúta alla helgina.
Nú er ég sem sagt hingað komin í 13 stiga hita á miðnætti. Kvefið er ekki orðið gott en ég vona nú að ég losni við það fljótlega. Alveg ferlegt að eyða páskafríinu í þennan óþokka.
Gleðilega páska elskurnar mínar til sjávar og sveita
8 ummæli:
Gleðilega páska elskan. Maður á semsagt von á hamborgarabloggi fljótlega úr því að þú ert komin á Akureyri. Styð það svo að þú reynir að komast á svartan lista hjá einhverjum svona til að halda uppi heiðri ættarinnar.
Gleðilega páska, elsku Jónína :) líst vel á að þú sérð komin norður yfir heiðar í hitann og ná þessari kuldapest úr þér! ... njóttu páskana og súkkulaðieggjana :) ;)
gleðilega páska héðan frá sjó og sveit :)
Gleðilega páska Jónína mín. Þú mátt endilega senda mér e-ð af þessari sól, ég er alveg búin að fá nóg af þokunni og rigninunni hérna í Hollyvík.
Gleðilega páska mín kæra, þú nærð fljótt bata í miðjarðarhafsloftslaginu í höfuðstað norðurlands.
Sko Matthildur!
Komdu bara norður. Nóg pláss og tveir efnilegir piparsveinar! Magni á móti sól í kvöld í Sjallanum ;)
:-O ég er á leiðinni !!!
Gleðilega páska elskan. Þú snýtir þessum óþverra út á fjörð og nýtur helgarinnar.
Kossar og knús úr höfuðborginni
Þorbjörg
Skrifa ummæli