miðvikudagur, mars 05, 2008

Sínum augum lítur hver silfrið

Daddi var eitt sinn landpóstur. Eða svo var mér sagt. Hann kom á hverjum virkum degi að sækja skammtinn sinn. Stundum kom hann við í fjörunni til að sinna kalli náttúrunnar. Engu máli skipti hvernig viðraði; alltaf kom Daddi. Hann var ekki landpóstur lengur enda löngu búið að skipta þeim öllum út fyrir vélknúin farartæki.



Eitt sinn var aftakaveður, stórhríð og varla hundi út sigandi. Það kom varla nokkur sála enda þjónustan svo sem þess eðlis að flestir gátu beðið til næsta dags með að nýta sér hana.
Svo kom Daddi, eins og venjulega. Ég var örlítið hissa að sjá hann, en þó ekki. Auðvitað lét hann veðrið ekkert á sig fá, landpósturinn sjálfur. Ég hafði þó orð á því við hann hvort veðrið væri ekki alveg brjálað. "Puhhhh!!! það er ekkert að veðrinu" hreytti hann í mig og mér brá svolítið þar sem ég gat ekki betur greint en að það hefði bara fokið í hann við þessa spurningu mína.

Já það er sitt hvað landpóstur eða innipúki þegar dæma á veðurfar!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Varð Daddi ekki úti?

Nafnlaus sagði...

Ég er greinilega innipúki því ég er tilbúin að taka á móti sól og hlýrri veðráttu :)

Kv. Þóra frænka

Nafnlaus sagði...

hér á tenerife þorir enginn þessa tvo metra frá sunlauginni að barnum af hræðslu við ofhitnun

Nafnlaus sagði...

held að mamma sé að breytast í svertngja



hv.halli gudjon

Nafnlaus sagði...

Frábær saga. Hvað gerðist svo?

Jónína Ingibjörg sagði...

Nú hann hefur líklega bara ætt út í vonda veðrið aftur, stórmóðgaður, húfulaus og vettlingalaus og hugsað með sér hvers lags voðalegur aumingi þessi afgreiðslustúlka væri.

Nafnlaus sagði...

Blessuð sé minning Dadda og fleiri sérvitringa sem héldu uppi stuðinu á vorri Þórshöfn. En hinar afgreiðslustúlkurnar hlupu allar í felur þegar Daddi kom...
Steinunn I
(ps er bara hægt að vera nafnlaus aumingi á þessu bloggi ef maður er ekki sjálfur með blogg eða heimasíðu?)
pps. Sjáumst um páskana!

Nafnlaus sagði...

Sko!
Það eru fjórir möguleikar til að skilja eftir athugasemd:
1. Google/Blogger
2. OpenID
3. Name/URL
4. Nafnlaus

Möguleiki nr. 3 ætti að henta öllum.
Read the fucking manual!

Nafnlaus sagði...

Frábær saga. Geturðu næst komið með sögu um fyrrverandi afleysingar landpóst sem þarf að skrifa mastersritgerð í lögfræði.