fimmtudagur, júlí 10, 2008

Skömmin og dropinn

Nei!
Ég er ekki búin með ritgerðina.
Var að velta því fyrir mér af hverju ég er svona löt að blogga um líf mitt. Ég sem ætlaði að láta þetta blogg vera, meðal annars, hálfgildings dagbók um líf mitt.
Niðurstaðan er skömmin.
Ég skammast mín fyrir að standa mig ekki nógu vel. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki drullast til að drífa þessa ritgerð af þegar ég átti að gera það og hafði tækifæri til þess.
Nú er ég hætt að skammast mín. (eða reyna það í það minnsta)
Hverjum kemur þetta eiginlega við?
Mér og engum öðrum.

Ég hef sem sagt setið við skriftir hér í borg óttans undanfarnar vikur og árangurinn verið misjafn. Stundum hefur gengið vel og stundum illa. Þannig gengur þetta fyrir sig.
Ef ég á einhvern tímann að klára þetta verð ég að vera æðrulaus. Ekki sífellt að vera að brjóta mig niður og stressa mig upp með neikvæðum hugsunum um sjálfa mig og þessa ritgerð.
Dropinn holar steininn, sagði Gunna systir við mig einn daginn.

Ég hef komist að því, ekki í fyrsta sinn, að ég er einstaklega heppin með vini og vandamenn. Ég hef fengið að vera hér í friði og ró í yfirgefnum íbúðum ferðaþyrstra vandamanna.
Þakka ykkur fyrir það; Bogga frænka, Biggi, Ósk, Lóa og systkini mín sem alltaf eru tilbúin að taka á móti mér.
Það er ómetanlegt.

Enda þetta krúttkast með viðeigandi kveðju,
knús og kossar!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Prófaðu bara að skila henni svona. Taparðu einhverju á því?

Reyndu svo að taka gott veður með þér hingað.

Nafnlaus sagði...

Já farðu að koma þér norður
Ester

Nafnlaus sagði...

Í mínum huga ertu frábær hvort sem þú skilar ritgerð eða ekki.
Kossar og knús

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir innlitið á Bifröst, alltaf gaman að hitta þig.
Ritgerðin klárast - skiptir einhverju máli hvenær - svona í stóra samhenginu ?
Gúd lökk.
Kram
Kollý

Nafnlaus sagði...

Sko! ef ég man rétt þá er það ekki lengur talið gott fyrir mann að rífa sig niður í frumeindir. Held að maður þurfi ekki á því að halda. Mér finnst þú vera duglegasta, fínasta, bestasta stelpan af öllum. Hafðu barasta allt eins og hentar þér það er ekkert sem heitir rétti tíminn til að skila nema það sem þú ákveður.
kveðja Hulda

Nafnlaus sagði...

Áfram Jónína ! Þetta kemur allt, þótt það verði ekki núna þá veistu að þú ert alltaf nær skilum við hverja blaðsíðu sem þú klárar :) Gangi þér vel !!!
kv. Guðný Ösp

Nafnlaus sagði...

Baráttukveðjur frá þessari í sömu sporum. Mottóið mitt þessa dagana er "kemst þó hægt fari".

Nafnlaus sagði...

hafðu það gott pæja

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að kíkja á glósurnar frá Kára?
Ég er viss um að drifkraftinn er að finna þar.
Bendi sérstaklega efni úr 4. og 7. tíma.

Nafnlaus sagði...

Ég sé Kára alltaf annað slagið hérna í borg óttans og helvítið hefur ekki í eitt einasta skipti verið í eftirvæntingarstöðunni.
Ps. Ég á heiminn!

Nafnlaus sagði...

Á ekki að blogga neitt meir?