fimmtudagur, október 09, 2008

Á morgun

Ekki þarf að tíunda ástandið fyrir fólki. Á hverjum morgni bíða manns nýjar fréttir, síst skárri en fréttirnar sem bárust daginn áður. Kvíðahnúturinn í maganum magnast og maður hugsar með sér að nú geti þetta bara ekki versnað.

Nú eru Bretar komnir í fýlu og ekki útilokað að vakna bara í fyrramálið við breska þjóðsönginn og Shepherds pie.



Hvers vegna ættu þessir herskáu, gömlu nýlenduherrar ekki að vilja hefna harma þorskastríðanna, ná aftur fiskimiðunum, ódýru orkunni og mannauði okkar Frónbúa?

Það er í það minnsta ljóst að annað hvort eru okkar menn að ljúga um samskiptin eða Bretar að stunda þá herkænsku sem þeir hafa jú æft um aldir.

Lifið heil
Live whole

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hef ég nú lengi beðið þess að véfréttin talaði. Ég skil nú ekki hvaða voða heift þetta er í Tjöllunum. En ég er viss um að Rússar ætla að fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Nafnlaus sagði...

Bölvaðir tjallarnir! Brjótum aftur rúðurnar í sendiráðinu. Auðvitað eru bara breskir ráðamenn að beita sínum Neo-conservatísku úrræðum, þ.e.a.s. að benda á óvin, til að beina athyglini frá ástandinu heima fyrir.