sunnudagur, nóvember 02, 2008

Klukkuð af hinum ólíklegasta

Haldið þið ekki bara að elsku litli Drengurinn hafi ekki bara klukkað mömmu sína. Ég þori vitanlega ekki öðru en að bregðast við hið snarasta:

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  • Sjálfstætt starfandi barnapía og sendill
  • SÍF, þar sem lífið var saltfiskur
  • Kaupfélag Langnesinga, þar sem lífið var... ja þú veist... kuffélagið
  • Veitingahúsið Perlan, dyravörður (einkennisbúningur og allt!)

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

  • Sódóma Reykjavík
  • Rotterdam Reykjavík
  • Astrópía
  • Englar alheimsins

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:

  • Vestmannaeyjar
  • Þórshöfn
  • Shanghai
  • Reykjavík

(aukaspurning) 3.a Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:

  • Akureyri

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  • Dýrafjörðurinn fagri
  • París
  • Þýskaland
  • Þórshafnir tvær

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

  • Desperate housewifes
  • Breskir sakamálaþættir
  • Jeeves og Wooster
  • Black books

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:

  • drengur.wordpress.com
  • Baggalutur.is
  • mbl.is
  • icanhascheezburger.com

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:

  • Matur sannra fagmanna
  • rauðvín
  • súkkulaði
  • Mjólk

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:

  • Bílar, flugvélar og öll heimsins furðulegustu farartæki
  • Nancy og skíðastökkið
  • Láki
  • Salka Valka

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

  • Í Shanghai
  • Í Tælandi
  • Á Kúbu
  • Í París

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka (þ.e. þurfa að gefa upp samsvarandi gagnslausar upplýsingar):

  • Anna óþokki
  • Sóley Sigmarsdóttir frá Sólheimum í Sæmundarhlíð í Skagafirði
  • Stína frænka
  • Þóra frænka

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ kæra frænka, Takk fyrir klukkið, en ég ætla að klukka mig fría og benda þér á að ég svaraði þessu fyrir ekki svo all löngu á blogginu mínu, en greinilegt að þú ert ekki dugleg að heimsækja það, ha! hohohoho;O)En annars er alltaf jafn gaman að forvitnast um gagnlausar upplýsingar: P
þúsund knús og kossar í kotið þitt: *

Nafnlaus sagði...

Stórfróðlegar upplýsingar!

Rúnar sagði...

er ekki varhugavert að segjast aldrei vilja búa á akureyri,búandi á akureyri og vilja hugsanlega vinna heimamenn á sitt band?

kveðja

Rúnar og Þóra

Nafnlaus sagði...

Sóley Sigmarsdóttir, Sólheimum, Sæmundarhlíð, fyrrverandi Staðarhreppi, Skagafirði, 551 Sauðárkrókur hefur móttekið erindi yðar. Það hefur verið áframsent á aðstoðarmann minn sem mun dreifa því nafnlaust til fjölmiðla.

Kveðja,
Sóley

Jónína Ingibjörg sagði...

Stína:
Léleg afsökun! Þú hefðir alveg getað gert þetta aftur og þá svarað sannleikanum samkvæmt ;)
Steinunn:
Já er það? Vona að þú notir þær samt ekki gegn mér.
Rúnar og Þóra:
Það að vilja og gera þarf ekki endilega að fara saman. Að vinna heimamenn á sitt band er hvort sem er ógerningur þar sem ég er jú aðkomu.....
Sóley:
Hahahhahahahahah.....
(ertu enn í framsókn?)

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman af svona klukki.. ég skal reyna að muna að svara þessu þegar ég kem blogginu mínu í lag :)

Knús og kossar yfir til þín
Þóra